Fréttir
Frá Stykkishólmi. Ljósm. gj.

Ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn í Stykkishólmi

Dagana 14.-15. ágúst mun ríkisstjórnin halda árlegan sumarfund sinn í Stykkishólmi og fer hann fram í Höfðaborg. Meðal annars verður fundað á fimmtudaginn með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en aðaláherslumál fundarins verða atvinnumál og mun sérstök umræða fara fram um fyrirhugaða atvinnustefnu. Þá mun ríkisstjórnin eiga ýmis óformlegri samtöl en að loknum ríkisstjórnarfundi, um kl. 10:30 föstudaginn 15. ágúst, býður ríkisstjórnin félagsmönnum Aftanskins og öðru eldra fólki í Stykkishólmi til kaffisamsætis á Höfðaborg. Þar gefst gestum tækifæri til að eiga samtal við forsætisráðherra og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar um málefni líðandi stundar. Tekið verður á móti blaðamönnum í hádeginu á fimmtudag.

Ríkisstjórnin heldur sumarfund sinn í Stykkishólmi - Skessuhorn