Fréttir

Eric Clapton – 80 ára heiðurstónleikar í Brún

Föstudaginn 22. ágúst mun hljómsveitin Key To The Highway halda tónleika í Brún í Bæjarsveit til heiðurs Eric Clapton áttræðum. Hljómsveitina skipa: Ásmundur Svavar Sigurðsson á bassa, Eðvarð Lárusson gítar, Gunnar Ringsted gítar, Heiðmar Eyjólfsson söngur, Jakob Grétar Sigurðsson trommur og Pétur Hjaltested hljómborð.

Húsið opnar klukkan 20:00 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 5000 krónur og athygli vakin á að enginn posi er á staðnum.

Key To The Highway heiðurhljómsveit Eric Clapton’s var stofnuð af Hauki Júlíussyni framherja Clapton félagsins í tilefni af 70 ára afmæli kappans árið 2015. Sveitin kom svo aftur fram árin 2017 og 2018 og eru tónleikarnir nú því fyrsta framkoma sveitarinnar í sjö ár og kemur nú fram á sama sviði og á sínum fyrstu tónleikum fyrir áratug í Brún í Bæjarsveit.

Eric Clapton - 80 ára heiðurstónleikar í Brún - Skessuhorn