Fréttir

Fjölbreyttir Hvalfjarðardagar um komandi helgi

Hin árlega bæjar- og héraðshátíð Hvalfjarðardagar verður um komandi helgi og að vanda dreifast dagskrárliðir hátíðarinnar um viðfeðma sveitina. Upphaf hátíðarinnar má rekja til ársins 2008 þegar hátíðin stóð dagspart. Síðan hefur hún þróast og vaxið í takt við sveitarfélagið sjálft sem stendur fyrir hátíðinni. Að þessu sinni ákvað menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar að gera verksamning við þá Valdimar Inga Brynjarsson og Hjörvar Gunnarsson um skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Fjölbreyttir Hvalfjarðardagar um komandi helgi - Skessuhorn