
Árni Marinó varð tvö víti í leiknum en það dugði liði ÍA ekki. Ljósm. úr safni
Syrtir heldur í álinn hjá ÍA þrátt fyrir góða frammistöðu Árna Marinós
Það blés byrlega hjá liði ÍA strax í upphafi leiks þegar það mætti FH í 18. umferð Bestu deildarinnar í gærkvöldi á Kaplakrikavelli. Bæði liðin voru fyrir leikinn í botnbaráttu deildarinnar og þurftu sárlega á sigri að halda.