Fréttir

true

Segja Saman á Skaga fórnarlamb samráðsleysis í stjórnkerfinu

Virkniverkefnið Saman á Skaga hefur undanfarin ár verið starfrækt á Akranesi með fjármagni frá ríkinu fyrst um sinn og síðan Akraneskaupstað og verið unnið gegn verktakagreiðslum af nokkrum aðilum. Nú liggur verkefnið niðri en engin fjárveiting fékkst til þess í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir 2025. Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fjallaði um stöðu málsins…Lesa meira

true

Atvinnuleysi 4,8% í janúar

Í janúar síðastliðnum voru 11.300 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,8%, hlutfall starfandi var 78,1% og atvinnuþátttaka 82,0%. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um eitt prósentustig á milli mánaða.Lesa meira

true

Óupplýst um skemmdarverk á bílum

Að kvöldi laugardagsins 15. febrúar sl. voru unnin skemmdarverk á fjölda bíla á Akranesi. Bílarnir, sem m.a. stóðu við Kirkjubraut, Vallholt og Vesturgötu, voru skemmdir með að „lykla“ þá, þ.e. rispa lakk, speglar voru eyðilagðir og rúður brotnar með grjóti. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þarna að verki. Málið er…Lesa meira

true

Ný púttkeppni fór fram í kjallara Hjálmakletts

Spennandi keppni fór fram í kjallara Hjálmakletts í Borgarnesi í gær, en þar fór fram púttkeppni sem Ingimundur Ingimundarson skipulagði og stóð fyrir. Pútthópur eldri borgara skoraði þar á tvö önnur lið til keppni. Annars vegar fulltrúa úr ráðhúsi Borgarbyggðar og hins vegar Golfklúbbs Borgarness. Var keppnin spennandi og úr varð hin mesta skemmtun. „Það…Lesa meira

true

Mötuneytið í Brekkó flutt í íþróttahúsið um miðjan mars

Í tilkynningu frá stjórnendum Brekkubæjarskóla á Akranesi, sem send var foreldrum í dag, kemur fram að nú styttist sem betur fer í að hægt verði að skilja að skólastarf og framkvæmdasvæði. „Í næsta áfanga er matsalurinn okkar undir og nægir sumarið ekki til að vinna alla þá vinnu. Ástæðan er meðal annars sú að lagnakerfið…Lesa meira

true

Suðaustan hvassviðri og viðvörun fyrir Breiðafjarðarsvæðið

Það eru umhleypingar í veðrinu framundan. Gul viðvörun er fyrir hluta landsins frá því í kvöld, meðal annars við Breiðafjörð. Þar er spáð sunnan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, 18-25 m/s og vindhviðum yfir 30 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Viðvörun fyrir Breiðafjörð tekur gildi á miðnætti…Lesa meira

true

Skagamenn með sigur á Fjölni í markaleik

Fjölnir og ÍA mættust í Lengjubikarnum í A deild karla í riðli 1 í gærkvöldi og var leikurinn í Egilshöll í Grafarvogi. Fyrir leik voru Skagamenn með fimm stig í riðlinum eftir þrjá leiki en heimamenn án sigurs í þremur leikjum. Fyrsta mark leiksins kom strax á fimmtu mínútu þegar Mikael Breki Jörgensson átti ágætis…Lesa meira

true

Fræðsla um notkun nikótínpúða og veips og áhrif þess á ungmenni

Krabbameinsfélag Borgarfjarðar gaf í upphafi nýs árs fræðsluerindi um nikótín til nemenda í grunnskólum Borgarbyggðar og til nemenda í Menntaskóla Borgarfjarðar. Fræðsla fylgdi einnig fyrir aðstandendur og var hún með þeim hætti að foreldrum var sendur hlekkur inn á erindin og hann opinn í tvo sólarhringa eftir hvern fyrirlestur. Þannig gat fólk valið sér tíma…Lesa meira

true

Átelur vinnubrögð við förgun bústofns

Steinunn Árnadóttir í Borgarnesi hefur um árabil beitt sér í dýraverndunarmálum og verið óþreytandi að benda á það sem aflaga hefur farið ýmist í fóðrun, umhirðu eða aðbúnaði dýra. Í gær voru yfir 200 kindur, sem Matvælastofnun hefur samið við eigendur um að yrði fargað, fluttar af bæ í Borgarfirði og í sláturhúsið í Brákarey.…Lesa meira

true

Mottumars er hafinn og villtir sokkar í sölu

Í Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, fer fram vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og aflar félagið um leið fjár fyrir mikilvæga starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina. „Krabbameinsfélagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Skilaboðin eru einföld:…Lesa meira