Fréttir

Suðaustan hvassviðri og viðvörun fyrir Breiðafjarðarsvæðið

Það eru umhleypingar í veðrinu framundan. Gul viðvörun er fyrir hluta landsins frá því í kvöld, meðal annars við Breiðafjörð. Þar er spáð sunnan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, 18-25 m/s og vindhviðum yfir 30 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Viðvörun fyrir Breiðafjörð tekur gildi á miðnætti í kvöld og gildir til klukkan 15 á morgun, föstudag.

Suðaustan hvassviðri og viðvörun fyrir Breiðafjarðarsvæðið - Skessuhorn