
Markmið verkefnisins Saman á Skaga var að auka félagslega virkni fatlaðs fólks og horft til hóps 18 ára og eldri. Ljósm. úr safni Skessuhorns
Segja Saman á Skaga fórnarlamb samráðsleysis í stjórnkerfinu
Virkniverkefnið Saman á Skaga hefur undanfarin ár verið starfrækt á Akranesi með fjármagni frá ríkinu fyrst um sinn og síðan Akraneskaupstað og verið unnið gegn verktakagreiðslum af nokkrum aðilum. Nú liggur verkefnið niðri en engin fjárveiting fékkst til þess í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir 2025.