Fréttir

true

Héldu hátíð brautskráðra doktora

Hátíð brautskráðra doktora við Háskóla Íslands var fagnað í þrettánda sinn í Hátíðasal skólans 2. desember, en þar voru 73 doktorar sem lokið hafa prófi frá skólanum á síðustu tólf mánuðum heiðraðir með gullmerki skólans. Hátíðin var fyrst haldin á aldarafmælisári Háskóla Íslands, 2011, og alla jafnan er hún haldin á fullveldisdaginn. Vegna þingkosninga var…Lesa meira

true

Alltaf dýrkað gamla hluti og gamla tónlist

Spjallað við Friðgeir Kára Aðalsteinsson en þessi 16 ára Borgnesingur hefur verið virkur í að skemmta íbúum og gestum í heimabæ sínum undanfarna mánuði með tónlist en einnig er hann yngsti meðlimur Fornbílafélags Borgarfjarðar. Friðgeir Kári Aðalsteinsson er eingöngu 16 ára gamall Borgnesingar og fær bílpróf í maí á næsta ári. Hann keypti Cadillac Deville,…Lesa meira

true

Ljúf jólastemning var á laugardaginn í Dölunum

Það var sannkölluð jólastemning að kvöldi kjördags í Búðardal þegar jólatónleikarnir „Er líða fer að jólum“ fóru fram. Þetta er í þriðja skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en að þeim standa heimamenn með fjölskylduna á Skerðingsstöðum í Hvammssveit í broddi fylkingar í söng. Hljómsveitin á rætur að rekja á aðra bæi í Dölunum; Vífilsdal í…Lesa meira

true

Fyrsti sunnudagur í aðventu í Grundarfirði – myndasyrpa

Síðastliðinn sunnudagur var sá fyrsti í aðventu. Venju samkvæmt stóð Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði fyrir aðventumarkaði í Samkomuhúsinu. Þar kenndi ýmissa grasa og var margt að skoða og hægt að gera góð kaup hvort sem það var í einhverju kruðeríi eða bara að fjárfesta í gómsætri vöfflu. Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar voru kunngjörð…Lesa meira

true

Óku á og stungu af

Í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi kemur fram að tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku þar sem meint fíkniefni í neysluskömmtum voru haldlögð. Bílvelta varð í Þverárhlíð og hafnaði bifreiðin á hvolfi utan vegar, einn var í bifreiðinni er óhappið varð og slasaðist ekki en bifreiðin er mikið skemmd. Í liðinni viku var ekið í…Lesa meira

true

Ragnar Þór hættur hjá VR

Ragnar Þór Ingólfsson hefur látið af formennsku í VR en sem kunnugt er var hann kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í kosningunum 30. nóvember sl. Ragnar lét af störfum í gær og tók Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, við starfi formanns, í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins. Hún mun gegna formennsku út kjörtímabilið sem lýkur…Lesa meira

true

Vel gerður Vítahringur í Grundaskóla

Söngleikurinn Vítahringur var frumsýndur síðasta föstudag í Grundaskóla á Akranesi. Að sýningunni standa nemendur í 10. bekk og er söngleikurinn byggður á samnefndri sögu Kristínar Steinsdóttur. Sú saga er byggð á Harðar sögu Grímkelsssonar sem gerist að mestu leyti í næsta nágrenni Akraness og í Hvalfirði á landnámsöld. Blaðamaður Skessuhorns skellti sér á Vítahring á…Lesa meira

true

Vel fiskast þegar gefur á sjó

Tíðarfar að undanförnu hefur verið slæmt fyrir sjómenn á Snæfellsnesi. Þó hafa tækifærin milli lægða verið nýtt til að róa. Í þessum glufum hefur afli bátanna verið með besta móti og ekkert yfir því að kvarta, að sögn sjómanna við Breiðafjörð sem rætt hefur verið við. Línubátar hafa verið að gera það gott og sama…Lesa meira

true

Samdráttur í kjötframleiðslu

Kjötframleiðsla í landinu í októbermánuði var 6.334 tonn, 2% minni en í sama mánuði 2023. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Svínakjötsframleiðslan var 3% minni en í október í fyrra. Hins vegar var alifuglaframleiðslan 14% meiri og nautakjötsframleiðslan 9% meiri. Sauðfjárslátrun í landinu lauk í október. Heildarframleiðsla yfir sláturtíðina reyndist 5% minni en árið 2023,…Lesa meira