
Óku á og stungu af
Í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi kemur fram að tvö fíkniefnamál komu upp í liðinni viku þar sem meint fíkniefni í neysluskömmtum voru haldlögð. Bílvelta varð í Þverárhlíð og hafnaði bifreiðin á hvolfi utan vegar, einn var í bifreiðinni er óhappið varð og slasaðist ekki en bifreiðin er mikið skemmd. Í liðinni viku var ekið í tvígang á kyrrstæðar bifreiðar á Akranesi og í framhaldinu á brott, málin eru í rannsókn og upplýst hefur verið um geranda í báðum tilvikum.