Fréttir
Söngvarar og hljómsveit; fremri f.v. Bjargey, Ragnheiður Hulda, Sigurdís Katla, Ólöf, Alexandra Rut og Unnur. Aftari f.v. Ólafur Oddur, Jón Egill, Steinþór Logi, Hörður, Kristján Ingi, Ingvar Kristján og Guðmundur Sveinn. Ljósmyndir: Steinunn Þorvaldsdóttir

Ljúf jólastemning var á laugardaginn í Dölunum

Það var sannkölluð jólastemning að kvöldi kjördags í Búðardal þegar jólatónleikarnir „Er líða fer að jólum“ fóru fram. Þetta er í þriðja skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en að þeim standa heimamenn með fjölskylduna á Skerðingsstöðum í Hvammssveit í broddi fylkingar í söng. Hljómsveitin á rætur að rekja á aðra bæi í Dölunum; Vífilsdal í Hörðudal, Þorbergsstaði í Laxárdal og Stórholt í Saurbæ. Viðtökurnar stóðu ekki á sér í samfélaginu frekar en fyrri ár en félagsheimilið Dalabúð var troðfullt af gestum sem hlýddu á tónleikana, hátt í 300 manns.

Ljúf jólastemning var á laugardaginn í Dölunum - Skessuhorn