Fréttir

true

Körfuknattleiksdeild Snæfells kynnir nýja heimasíðu

Glæsileg ný heimasíða Snæfells fór í loftið nú á dögunum en síðan er hönnuð með einfalt aðgengi að leiðarljósi og er það markmið hönnuðar síðunnar að gera það auðvelt fyrir foreldra, leikmenn og stuðningsfólk að nálgast allar upplýsingar um starfsemi félagsins. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, er hönnuður síðunnar en hann spilaði…Lesa meira

true

Grunnskóli Borgarfjarðar er réttindaskóli UNICEF

Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á Varmalandi 22. nóvember. Að þessu sinni fékk skólinn afhenta viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF við hátíðlega athöfn. Réttindaráðið, sem er skipað nemendum úr öllum námshópum í skólanum ásamt kennurum, hefur unnið ötullega að því að ná þessu markmiði. Á þinginu unnu nemendur í hópum þvert á aldur og…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit styrkir ÍA

Á dögunum hlaut ÍA styrk frá Hvalfjarðarsveit vegna íþróttastarfs barna- og ungmenna og var hann greiddur út til aðildafélaga ÍA í lok nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍA. Hvalfjarðarsveit veitir aðildarfélögum ÍA styrk vegna iðkenda sem voru með skráð lögheimili í Hvalfjarðarsveit árið 2023. Samningur var undirritaður árið 2022 og var hann vísitölutryggður…Lesa meira

true

Ferðadagbók frá gönguferð í grunnbúðir Everest

Jón Heiðarsson, göngugarpur og verkstjóri í járnsmiðju Límtré Vírnets í Borgarnesi, gerði sér lítið fyrir og gekk upp að grunnbúðum Everest um Gokyo Lake með tólf manna hópi frá Ferðasetrinu í lok október. Ferðalagið hófst 13. október en þá flaug Jón til Kathmandu í Nepal. Fyrsti göngudagurinn átti að vera 15. október en var ekki…Lesa meira

true

Tilboð opnuð í Melahverfi III í Hvalfjarðarsveit

Á fundi mannvirkja- og framkvæmdanefndar Hvalfjarðarsveitar 3. desember sl. voru opnuð tilboð í gatnahönnun og í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna í Melahverfi III. Í gatnahönnun bárust eftirfarandi fjögur tilboð: Hnit verkfræðistofa kr. 23.130.000, Efla verkfræðistofa kr. 13.396.369, COWI Ísland ehf. kr. 20.467.750, og VSÓ Ráðgjöf kr. 38.121.072. Í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna bárust…Lesa meira

true

Gaf upp rangt nafn

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af rúmlega 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Einn ökumaður mældist á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Snæfellsnesi, hann mældist á 67 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Viðkomandi ökumaður var færður á lögreglustöð þar sem bráðabirgða svipting ökuréttinda fór fram. Einn ökumaður er grunaður um…Lesa meira

true

Íþróttamaður vikunnar – Leiðinlegast er að fara yfir kerfin fyrir leiki

Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er Styrmir Jónasson sem spilar körfubolta í fyrstu deildinni með ÍA á Akranesi. Nafn: Styrmir Jónasson Fjölskylduhagir? Ég bý hjá mömmu og pabba. Hver eru þín helstu áhugamál? Það sem kemur…Lesa meira

true

Söngleikurinn Gott ráð Engilráð í Reykholtskirkju

Söngsveit Reykholtskirkju setur upp söngleikinn Gott ráð Engilráð sunnudaginn 8. desember í Reykholtskirkju. Verkið er eftir Guðmund Karl Brynjarsson en söngsveitin samanstendur af þremur barnakórshópum kirkjunnar, alls 35 börnum og ungmennum. Það er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir organisti sem sér um kórstjórn, meðleik og leikstjórn. „Ég legg mikið upp úr því að þetta sé upplifun fyrir…Lesa meira

true

Áforma að starfrækja gagnaver

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar 29. nóvember sl. var rædd fyrirspurn Steingríms Leifssonar sem hann sendi fyrir hönd Klumbu ehf. vegna skipulagsmála. Óskað var eftir afstöðu umhverfis- og skipulagnefndar fyrir byggingu á 2200 fermetra stálgrindarhúsi á lóð félagsins en áætlað er að starfrækja þar 10 mw gagnaver/varmaver í samstarfi við Ólafsvík Data Center. Umframorka…Lesa meira

true

Gríðarlegur munur á kjörsókn milli bæjarhluta á Akranesi

Í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag voru 5.923 á kjörskrá á Akranesi. Þegar kjörfundi lauk um kvöldið kom í ljós að kjörsókn hafði að meðaltali verið 69,10%. Kjördeildir á Akranesi voru fjórar og vekur athygli að kjörsókn innan þeirra var afar mismunandi, eða frá 75,08% þar sem hún var mest á svæðinu Jörundarholti til og með Smáraflatar,…Lesa meira