Fréttir
Hópurinn sem ferðaðist með Jóni, á toppi Gokyo Ri. Ljósmyndir úr einkasafni

Ferðadagbók frá gönguferð í grunnbúðir Everest

Jón Heiðarsson, göngugarpur og verkstjóri í járnsmiðju Límtré Vírnets í Borgarnesi, gerði sér lítið fyrir og gekk upp að grunnbúðum Everest um Gokyo Lake með tólf manna hópi frá Ferðasetrinu í lok október. Ferðalagið hófst 13. október en þá flaug Jón til Kathmandu í Nepal. Fyrsti göngudagurinn átti að vera 15. október en var ekki fyrr en 16. október vegna veðuraðstæðna að það var hægt að fljúga til Lukla flugvallar sem er í 2846 m hæð og er hæsti flugvöllur í heimi. Gengið var frá Lukla í Nepal til Phakding í 2610 metra hæð.