Fréttir

Hvalfjarðarsveit styrkir ÍA

Á dögunum hlaut ÍA styrk frá Hvalfjarðarsveit vegna íþróttastarfs barna- og ungmenna og var hann greiddur út til aðildafélaga ÍA í lok nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍA. Hvalfjarðarsveit veitir aðildarfélögum ÍA styrk vegna iðkenda sem voru með skráð lögheimili í Hvalfjarðarsveit árið 2023. Samningur var undirritaður árið 2022 og var hann vísitölutryggður sem tryggir félögum hækkun á styrk í samræmi við verðbólgu.

Hvalfjarðarsveit styrkir ÍA - Skessuhorn