Fréttir

Tilboð opnuð í Melahverfi III í Hvalfjarðarsveit

Á fundi mannvirkja- og framkvæmdanefndar Hvalfjarðarsveitar 3. desember sl. voru opnuð tilboð í gatnahönnun og í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna í Melahverfi III. Í gatnahönnun bárust eftirfarandi fjögur tilboð: Hnit verkfræðistofa kr. 23.130.000, Efla verkfræðistofa kr. 13.396.369, COWI Ísland ehf. kr. 20.467.750, og VSÓ Ráðgjöf kr. 38.121.072. Í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna bárust tvö tilboð: T.S.V ehf. kr. 1.860.00 og Snerra ehf. kr. 1.941.478.

Tilboð opnuð í Melahverfi III í Hvalfjarðarsveit - Skessuhorn