Fréttir
Hluti af söngsveitinni æfir í Snorrastofu.

Söngleikurinn Gott ráð Engilráð í Reykholtskirkju

Söngsveit Reykholtskirkju setur upp söngleikinn Gott ráð Engilráð sunnudaginn 8. desember í Reykholtskirkju. Verkið er eftir Guðmund Karl Brynjarsson en söngsveitin samanstendur af þremur barnakórshópum kirkjunnar, alls 35 börnum og ungmennum. Það er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir organisti sem sér um kórstjórn, meðleik og leikstjórn.