
Gaf upp rangt nafn
Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af rúmlega 30 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Einn ökumaður mældist á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Snæfellsnesi, hann mældist á 67 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Viðkomandi ökumaður var færður á lögreglustöð þar sem bráðabirgða svipting ökuréttinda fór fram.