Fréttir
Löndun í hríðarbyl. Ljósm. af

Vel fiskast þegar gefur á sjó

Tíðarfar að undanförnu hefur verið slæmt fyrir sjómenn á Snæfellsnesi. Þó hafa tækifærin milli lægða verið nýtt til að róa. Í þessum glufum hefur afli bátanna verið með besta móti og ekkert yfir því að kvarta, að sögn sjómanna við Breiðafjörð sem rætt hefur verið við. Línubátar hafa verið að gera það gott og sama má segja um dragnótarbátana. Þeir síðartöldu eru reyndar farnir að hægja á veiðum til þess að treina kvótann út vertíðina. Dæmi eru um dragnótarbáta sem þegar eru komnir í langt jólafrí. Á myndinni eru sjómenn á dragnótarbátnum Guðmundi Jenssyni SH frá Ólafsvík að landa fimm tonnum á mánudagskvöldið í hríðarbyl.