Fréttir
.v. Rut Rúnarsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir og Ágústa Einarsdóttir sáu um að kynna heilsueflingu 60+ fyrir gestum. Ljósmyndir: tfk

Fyrsti sunnudagur í aðventu í Grundarfirði – myndasyrpa

Síðastliðinn sunnudagur var sá fyrsti í aðventu. Venju samkvæmt stóð Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði fyrir aðventumarkaði í Samkomuhúsinu. Þar kenndi ýmissa grasa og var margt að skoða og hægt að gera góð kaup hvort sem það var í einhverju kruðeríi eða bara að fjárfesta í gómsætri vöfflu. Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar voru kunngjörð ásamt því að söngnemendur fluttu ljúf jólalög. Sönghópurinn Mæk tók einnig nokkur jólalög áður en allir héldu út og áttu notalega stund þegar kveikt var á jólatrénu.

Fyrsti sunnudagur í aðventu í Grundarfirði - myndasyrpa - Skessuhorn