Fréttir

true

Strandveiðisjómenn á Akranesi gerðu upp vertíð ársins

Strandveiðisjómenn á Akranesi komu saman síðdegis á föstudaginn að forgöngu Ómars Matthíassonar fiskmarkaðsstjóra og gerðu upp nýliðna vertíð sem eins og kunnugt er varð styttri en loforð höfðu verið gefin fyrir. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns á dögunum varð mikil aukning í lönduðum strandveiðiafla á Akranesi á nýliðinni vertíð. Alls lönduðu 45 bátar…Lesa meira

true

Fordæmalaust áfall fyrir Akranes

Bæjarráð Akraness segir í yfirlýsingu að verndartollar á kísiljárn og mögulegir tollar á álframleiðslu yrði fordæmalaust áfall fyrir atvinnulífið á Akranesi. Krefst bæjarráðið þess að ríkisstjórn Íslands geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Bæjarráðið óskar þegar í stað eftir…Lesa meira

true

Gasmengunar gæti orðið vart í kvöld og á morgun

Íbúar á Vesturlandi hafa undanfarna daga að mestu verið lausir við gasmengun frá eldgosinu á Reykjanesi. Í dag, mánudag, er spáð suðaustan 8-13 með rigningu, sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart á utanverðu Snæfellsnesi. Í kvöld snýst til suðvestlægari vinda og gæti því gasmengunar orðið vart víða við Faxaflóann og…Lesa meira

true

Góðir sigrar Vesturlandsliðanna í annarri deild

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári unnu bæði leiki sína í annarri deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjálfsmörk andstæðinganna komu við sögu í báðum leikjunum. Leikmenn Kára héldu á Seltjarnarnes þar sem þeir mættu liði Gróttu á Vivaldivellinum á föstudagskvöld.  Það blés ekki byrlega fyrir Káramönnum í fyrsta hluta leiksins því Andri Freyr Jónasson skoraði…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Sturlu og félögum í U18 landsliðinu

Sturla Böðvarsson úr Snæfelli og félagar hans í U18 landsliðinu í körfu hófu keppni á  Evrópumótinu í Petesti í Rúmeníu um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu var gegn Bosníu á laugardaginn sem lauk með sigri Bosníu sem skoraði 82 stig gegn 72 stigum Íslands. Sturla átti góðan leik og skoraði tíu af stigum…Lesa meira

true

Einar Margeir hóf keppni í Singapore

Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi ÍA hóf keppni á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Singapore aðfararnótt sunnudagsins. Einar Margeir stakk sér til sunds í undanrásum í 100m bringusundi og lauk sundinu á tímanum 1:01,64. Hans besta í greininni er 1:01,23. Hann endaði í 37.sæti af 74 keppendum. Í öllum greinum mótsins komast sundmenn með…Lesa meira

true

Ferðasagan úr lokaferð Víkings AK til Danmerkur – úr Sarpi

Fyrir réttum ellefu árum síðan var einu nafntogaðasta og aflasælasta skipi í útgerðarsögunni, Víkingi AK-100, siglt til Danmerkur þar sem þess beið niðurrif. Lauk þar merkilegum kafla í útgerðarsögu Íslands. Haraldur Bjarnason blaðamaður Skessuhorns á þeim tíma var munstraður í áhöfn Víkings þessa hinstu ferð skipsins. Síðar skrifaði Haraldur bók um sögu skipsins. Hér að…Lesa meira

true

Pósthlaupið úr Hrútafirði í Dali á morgun

Pósthlaupið, sem nú er óhætt að kalla orðið árlegt, verður hlaupið á morgun milli Hrútafjarðar og Dala. Það var Íslandspóstur sem hafði forgöngu um að fyrsta hlaupið færi fram árið 2022 til heiðurs gömlu landpóstunum. Hlaupið er utan vegar um 50 km gamla landpóstaleið frá Bálkastöðum í Hrútafirði yfir Haukadalsskarð vestur í Haukadal og sem…Lesa meira

true

Sturla Böðvarsson og félagar í U18 hefja keppni á morgun

Í dag hefst B-deild EM landsliða U-18 í körfuknattleik í borginni Pitesti í Rúmeníu. Í B-deildinni taka 22 þjóðir þátt í fjórum riðlum. Ísland spilar í riðli með Írlandi, Póllandi, Bretlandi og Bosníu. Í A-deild leika 16 þjóðir, í B-deildinni 22 þjóðir eins og áður sagði og í C-deild leika tíu þjóðir. Tólf leikmenn voru…Lesa meira

true

Engir strokulaxar í myndavélateljurum en þrjátíu við veiðar og rekköfun

Engir strokulaxar greindust í myndavélateljara 13 áa á landinu árið 2024. Þrjátíu strokulaxar komu hins vegar fram við veiðar og rekköfun. Þetta kom fram í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um vöktun á áhrifum sjókvíaeldis á villta laxastofna á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að skipta megi vöktuninni í fjóra þætti, vöktun með fiskteljurum, greiningu og rakningu meintra…Lesa meira