
Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga.
Fordæmalaust áfall fyrir Akranes
Bæjarráð Akraness segir í yfirlýsingu að verndartollar á kísiljárn og mögulegir tollar á álframleiðslu yrði fordæmalaust áfall fyrir atvinnulífið á Akranesi. Krefst bæjarráðið þess að ríkisstjórn Íslands geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðir tollar ESB á kísiljárn verði að veruleika. Bæjarráðið óskar þegar í stað eftir fundi með utanríkisráðherra.