Fréttir

true

Afar svekkjandi tap ÍA gegn Grindavík/Njarðvík

Fyrir leik ÍA gegn sameiginlegu liði frá Grindavík/Njarðvík í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu var síðara liðið talið sigurstranglegra enda á talsvert betri stað í stigatöflunni að loknum ellefu umferðum. Skagastelpurnar létu stigatöfluna ekkert á sig fá því strax í upphafi leiks í Akraneshöllinni tóku þær öll völd á vellinum. Elizabeth Bueckers skoraði fyrsta mark leiksins…Lesa meira

true

Ný sjávarhitasíða tekin í notkun

Hafrannsóknarstofnun hefur tekið í notkun nýja síðu um sjávarhita á vef stofnunarinnar. Síðan inniheldur nýja framsetningu á gögnum úr síritum er mæla hitastig sjávar í höfnum á ýmsum stöðum á landinu. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að markmiðið sé að gera síðuna aðgengilegri fyrir almenna notendur og sýna gögn úr virkum mælum á skýrari hátt en…Lesa meira

true

Gasmengun í rénun á Vesturlandi

Íbúar á Vesturlandi losna að stórum hluta við gasmengun næsta sólarhringinn. Spáð er suðuaustan- og austanátt og berst því mengun til norðvesturs og vesturs. Þá gæti mengunar orðið vart á norðvestan- og vestanverðu Reykjanesi og einnig má sjá á spálíkani að gasmengun hangir yfir Snæfellsnesi að hluta. Snýst síðan í norðlæga átt annað kvöld og…Lesa meira

true

Óbreyttir fasteignaskattar

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða þá forsendu í fjárhagsáætlun ársins 2026 að álagningarhlutfall fasteignaskatta verði óbreytt frá yfirstandandi ári. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hækkar fasteignamat í Borgarbyggð á næsta ári um 9,7% að meðaltali. Mest verður hækkunin á óbyggðar lóðir og lönd eða 16,5%, íbúðahúsnæði hækkar um 11,4% og atvinnuhúsnæði hækkar…Lesa meira

true

Aukning í bolfiski en samdráttur í uppsjávarfiski fyrri hluta ársins

Á fyrstu sex mánuðum ársins var landað tæpum 39,9 þúsund tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vesturlandi. Þetta er rúmlega 8,7 % samdráttur frá síðasta ári þegar rúmum 43,7 þúsundum tonna var landað. Bolfiskaflinn sem fór um hafnir á Vesturlandi hefur hins vegar aukist á milli ára eða úr tæpum 34,9 þúsund tonnum árið 2024…Lesa meira

true

Flestir fluttu innan landshlutans

Alls flutti 201 íbúi á Vesturlandi lögheimili sitt í júní, að því er fram kemur í tölum frá Þjóðskrá. Flestir þeirra fluttu innan landshlutans eða 123 íbúar. Til höfuðborgarsvæðisins fluttu 49, til Norðurlands eystra flutt tíu íbúar og tíu fluttu einnig til Suðurnesja. Til Norðurlands vestra fluttu fjórir af Vesturlandi, þrír fluttu á Suðurland og…Lesa meira

true

Borgarbyggð endurtekur útboð á vetrarþjónustu

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur beðist velvirðingar á formgalla sem var á útboði sveitarfélagsins á snjómokstri í dreifbýli fyrir nokkru. Nýtt útboð mun fara fram og nýr ráðgjafi verður fenginn sveitarfélaginu til aðstoðar. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrr í þessum mánuði voru tilboð í verkið opnuð í júní. Um er að ræða snjómokstur á…Lesa meira

true

Ævintýri að koma við á Erpsstöðum

Rjómabúið á Erpsstöðum í Miðdölum er í grunninn stórt kúabú. Þar er einnig unnið úr mjólkinni ýmsar vörur sem boðnar eru til sölu í verslun á bænum, svo sem ís, ostar, skyr og fjölmargt fleira. Hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir eiga og reka búið og eru sjálf vakin og sofin yfir rekstrinum,…Lesa meira

true

Opnað fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði

Atvinnuvegaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til nýliðunar í landbúnaði sem veittur er árlega. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í atvinnugreininni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-40 ára og að þeir séu að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa…Lesa meira

true

Mikil aukning í strandveiðiafla á Akranesi en samdráttur á Vesturlandi

Mikil aukning varð í löndunum strandveiðibáta í Akraneshöfn á nýafstaðinni strandveiðivertíð. Alls var landað á Akranesi rúmum 364 tonnum á tímabilinu. Er það tæplega 53% aukning á milli ára en tæpum 238 tonnum var landað í fyrra. Samtals lönduðu strandveiðibátar rúmum 2.635 tonnum í höfnum á Vesturlandi í ár. Er það um 5% samdráttur á…Lesa meira