
Þorgrímur bóndi ræðir við unga Vestur – Íslendinga sem staddir voru hér á landi vegna Snorra verkefnisins. Ljósm. mm
Ævintýri að koma við á Erpsstöðum
Rjómabúið á Erpsstöðum í Miðdölum er í grunninn stórt kúabú. Þar er einnig unnið úr mjólkinni ýmsar vörur sem boðnar eru til sölu í verslun á bænum, svo sem ís, ostar, skyr og fjölmargt fleira. Hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir eiga og reka búið og eru sjálf vakin og sofin yfir rekstrinum, hvort sem það eru hin almennu störf bænda, mjólkurvinnsla eða móttaka ferðafólks.