Fréttir
Strandveiðibátar í hofninni á Arnarstapa. Ljósm: tfk

Mikil aukning í strandveiðiafla á Akranesi en samdráttur á Vesturlandi

Mikil aukning varð í löndunum strandveiðibáta í Akraneshöfn á nýafstaðinni strandveiðivertíð. Alls var landað á Akranesi rúmum 364 tonnum á tímabilinu. Er það tæplega 53% aukning á milli ára en tæpum 238 tonnum var landað í fyrra.