Fréttir
“Mest verður hækkunin á óbyggðar lóðir og lönd eða 16,5%, íbúðahúsnæði hækkar um 11,4% og atvinnuhúsnæði hækkar um 10%. Myndin er frá Hvanneyri. Ljósm. mm

Óbreyttir fasteignaskattar

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða þá forsendu í fjárhagsáætlun ársins 2026 að álagningarhlutfall fasteignaskatta verði óbreytt frá yfirstandandi ári. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hækkar fasteignamat í Borgarbyggð á næsta ári um 9,7% að meðaltali. Mest verður hækkunin á óbyggðar lóðir og lönd eða 16,5%, íbúðahúsnæði hækkar um 11,4% og atvinnuhúsnæði hækkar um 10%.

Óbreyttir fasteignaskattar - Skessuhorn