Fréttir
Einar Margeir Ágústsson Ljósm: Sundfélag ÍA

Einar Margeir hóf keppni í Singapore

Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi ÍA hóf keppni á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Singapore aðfararnótt sunnudagsins. Einar Margeir stakk sér til sunds í undanrásum í 100m bringusundi og lauk sundinu á tímanum 1:01,64. Hans besta í greininni er 1:01,23. Hann endaði í 37.sæti af 74 keppendum.