Fréttir
Kortið sýnir gasmengunarspá kl. 15 í dag.

Gasmengunar gæti orðið vart í kvöld og á morgun

Íbúar á Vesturlandi hafa undanfarna daga að mestu verið lausir við gasmengun frá eldgosinu á Reykjanesi. Í dag, mánudag, er spáð suðaustan 8-13 með rigningu, sem blæs gasinu til norðvesturs og mengunar gæti því orðið vart á utanverðu Snæfellsnesi. Í kvöld snýst til suðvestlægari vinda og gæti því gasmengunar orðið vart víða við Faxaflóann og á Vesturlandi. Á morgun, þriðjudag er spáð sunnan 8-13 með rigningu og möguleg gasmengun berst því til norðurs og gæti því mengunar orðið vart víða við Faxaflóann og á Snæfellsnesi.