Fréttir

true

Borgarbyggð endurtekur útboð á vetrarþjónustu

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur beðist velvirðingar á formgalla sem var á útboði sveitarfélagsins á snjómokstri í dreifbýli fyrir nokkru. Nýtt útboð mun fara fram og nýr ráðgjafi verður fenginn sveitarfélaginu til aðstoðar. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrr í þessum mánuði voru tilboð í verkið opnuð í júní. Um er að ræða snjómokstur á…Lesa meira

true

Ævintýri að koma við á Erpsstöðum

Rjómabúið á Erpsstöðum í Miðdölum er í grunninn stórt kúabú. Þar er einnig unnið úr mjólkinni ýmsar vörur sem boðnar eru til sölu í verslun á bænum, svo sem ís, ostar, skyr og fjölmargt fleira. Hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir eiga og reka búið og eru sjálf vakin og sofin yfir rekstrinum,…Lesa meira

true

Opnað fyrir nýliðunarstuðning í landbúnaði

Atvinnuvegaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til nýliðunar í landbúnaði sem veittur er árlega. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í atvinnugreininni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-40 ára og að þeir séu að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa…Lesa meira

true

Mikil aukning í strandveiðiafla á Akranesi en samdráttur á Vesturlandi

Mikil aukning varð í löndunum strandveiðibáta í Akraneshöfn á nýafstaðinni strandveiðivertíð. Alls var landað á Akranesi rúmum 364 tonnum á tímabilinu. Er það tæplega 53% aukning á milli ára en tæpum 238 tonnum var landað í fyrra. Samtals lönduðu strandveiðibátar rúmum 2.635 tonnum í höfnum á Vesturlandi í ár. Er það um 5% samdráttur á…Lesa meira

true

Gasmengun spáð síðdegis við Faxaflóa og á Vesturlandi

Sem stendur hafa íbúar við Faxaflóa og á Vesturlandi verið lausir við gasmengun eftir að vindur snérist í suðaustanátt í nótt. Það er hins vegar skammgóður vermir. Samkvæmt spám Veðurstofunnar snýst vindur síðdegis í suðlægar áttir og þá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akranesi og á Snæfellsnesi.  Á meðfylgjandi mynd má annars…Lesa meira

true

Hafrannsóknarstofnun óskar eftir hnúðlaxi til rannsókna

Hafrannsóknarstofnun hefur óskað eftir því að veiðimenn sem fá hnúðlax komi honum til stofnunarinnar þar sem vísindamenn munu rannsaka lífssögu laxsins svo sem göngutíma í ár, vöxt þeirra í sjó og fæðuvali sem hægt er að greina með mælingum á efnum í kvörnum. Einnig munu vísindamenn kann hvaða sníkjudýr og sjúkdóma hnúðlaxar geta borið. Undanfarna…Lesa meira

true

Heldur fyrirlestur um hönnun Snorrastofu og Reykholtskirkju

Laugardaginn 26. júlí klukkan 13 flytur Garðar Halldórsson arkitekt fyrirlestur í Snorrastofu um hönnun sína á byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu, menningar- og miðaldastofnunar í Reykholti. Fyrirlesturinn, sem er bæði hluti af Reykholtshátíð og fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Í tilkynningu segir: „Það er löngu kominn tími til að efnt…Lesa meira

true

Útgerð og fiskvinnsla vart svipur hjá sjón á Akranesi

Mikill samdráttur hefur orðið í útgerð frá Akranesi á liðnum árum og er útgerð aflamarksskipa nánast liðin undir lok. Segja má að grásleppa sé eina fisktegundin sem eftir er í aflahlutdeild. Bolfiskvinnsla hefur einnig að mestu leyti lagst af. Kaup Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á Ebba útgerð ehf. á dögunum mörkuðu nokkur tímamót í útgerðarsögu Akraness.…Lesa meira

true

Magnús Þór Sigmundsson mætir í Hallgrímskirkju

Á næstu Sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ mun Magnús Þór Sigmundsson, einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinnar, koma fram. Tónleikarnir verða sunnudaginn 27. júlí kl. 16. Magnús kemur með gítarinn og mun flytja lög sem spanna allan hans langa og glæsta feril, auk þess sem hann mun einnig syngja lög af nýrri plötu sinni, Ég lofa þig…Lesa meira

true

Sjálfboðaliðar sinna umhverfisverkefnum í þágu samfélagsins

Síðustu vikur hafa atorkusamir hópar vinnufólks sést að störfum víðsvegar í Grundarfirði. Þarna eru á ferðinni sjálfboðaliðar á vegum Seeds og eru frá hinum ýmsu löndum í Evrópu. Í sumar hafa tveir hópar komið og verið við störf í tíu daga í senn. Hvor hópur telur átta manns en Grundarfjarðarbær sækir um sjálfboðaliða hjá Seeds…Lesa meira