
Í nótt hefur eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni áfram verið stöðugt og virkni enn í tveimur gígum. Nú í morgun mælist gasmengun brennisteinsdíoxíðar ásamt gosmóðu á suðvestur horninu. Brennisteinsdíoxíð (SO2) mælist í magni sem er óhollt fyrir viðkvæma einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa íbúar á Akranesi margir fundið fyrir óþægindum í öndunarvegi…Lesa meira








