Fréttir

true

Skagamenn unnu KR og fiskar komu á land

„Ég skrapp með æskuvini af Skaganum, Hlöðveri Tómassyni, upp á Arnarvatnsheiði í blíðunni gær,“ segir Halli Melló og bætti við: „Við vorum við veiðar frá klukkan tíu og fram eftir degi. Fengum í soðið og vel það, fallega urriða og bleikjur. Alltaf gaman að kíkja á heiðina; fiskurinn, fjöllin og fuglalífið allt upp á tíu.…Lesa meira

true

Hitatölur gærdagsins talsvert frá meti á Hvanneyri

Veðurblíðan í gær og hitatölurnar í kjölfarið hafa vakið umræður um hvort hitamet hafi fallið. Eftir því sem næst verður komist er gildandi hitamet Vesturlands 30°C sem mældist á sjálfvirkri stöð á Hvanneyri 11. ágúst 1997. Hæstur fór hitinn í gær á Hvanneyri í 24,2°C klukkan 16:00. Á sjálfvirkri veðurstöð við Akrafjall fór hitinn hæst…Lesa meira

true

Gaman að skreppa á heiðina

„Það er gaman að skeppa á heiðina einn og einn dag en ég hef farið tvær ferðir núna í sumar,“ segir Ingólfur Kolbeinsson en hann var að koma af Arnarvatnsheiði fyrir nokkrum dögum og fékk nokkra urriða. „Það var sól og dáldið rok meðan ég var þarna núna, en ég fékk engu að síður nokkra…Lesa meira

true

Styrkir veittir til orkusparnaðar í ylrækt

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 118 milljónum króna í styrki til tíu verkefna sem miða að því að draga úr orkunotkun í íslenskum gróðurhúsum, sem getur skilað orkusparnaði upp á allt að 8,3 GWst á ári. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra málaflokksins, gerði breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð í vor og…Lesa meira

true

ÍA hafði betur í leik erkifjendanna

Skagamenn lyftu sér upp úr botnsæti Bestu-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á liði KR á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Heimamenn mættu mjög einbeittir til leiks og virtust staðráðnir í að halda hreinu í leiknum. KR-ingar voru mun meira með boltann en þá sjaldan að þeir komu sér í færi mættu þeir Árna Marínó Einarssyni…Lesa meira

true

Jökulár vaxa í hlýindunum

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands benda á að í hlýindunum nú eykst snjó- og jökulbráð til muna. Veldur það markvert auknu rennsli inni á hálendinu ekki síst á vöðum óbrúaðra jökuláa. „Áfram hækkar í ám í dag og gera má ráð fyrir talsvert miklu vatni, einkum síðdegis og annað kvöld. Svipað ástand verður fram eftir vikunni,“…Lesa meira

true

Sólarhringsvakt var um kafbátinn

Lögreglan á Vesturlandi fékk það hlutverk að sinna löggæslu vegna kjarnorkukafbáts sem var við bryggju á Grundartanga frá miðvikudegi fram að hádegi á laugardegi. Sérstök löggæsla var staðsett á Grundartangasvæðinu allan sólarhringinn á meðan kafbáturinn var við bryggju þar. Einnig sinnti sérsveit Ríkislögreglustjóra varðgæslu á hafnarsvæðinu. Þetta var í fyrsta skipti sem kjarnorkuknúinn kafbátur kom…Lesa meira

true

Næturlokun Hvalfjarðarganga í kvöld og nótt

Frá því klukkan 20 í kvöld og til klukkan 7 í fyrramálið verða Hvalfjarðargöng lokuð vegna malbikunarframkvæmda. Unnið er við að malbika á hringtorgi við Akrafjallsveg norðan megin við göngin og um 500 kafla niður að göngunum í báðar áttir. Þetta er síðari næturlokun ganganna en þau voru sömuleiðis lokuð frá klukkan 20 í gærkvöldi…Lesa meira

true

Systur við veiðar á Arnarstapa

Systurnar María Erla og Bríet Brynjarsdætur ferðast mikið um Snæfellsnes á sumrin með sínu fólki. Þá er nauðsynlegt að koma við á höfninni á Arnarstapa. María Erla er 8 ára og vön veiðikló og var fyrst allra í fjölskyldunni til að setja í fisk; flottan þorsk sem beit á í hennar fyrsta kasti. Beitan að…Lesa meira

true

Sturluhátíð fjölsótt í blíðviðri helgarinnar

Sturluhátíð var haldin á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum sl. laugardag en hún hefur fest sig í sessi þar sem litið er um öxl nokkrar aldir aftur í tímann til tíma Sturlu Þórðarsonar, sagnaritarans mikla. Hátíðin var afar vel sótt eins og oft áður en á þriðja hundrað manns sóttu Staðarhól heim, hlýddu á erindi…Lesa meira