
Næturlokun Hvalfjarðarganga í kvöld og nótt
Frá því klukkan 20 í kvöld og til klukkan 7 í fyrramálið verða Hvalfjarðargöng lokuð vegna malbikunarframkvæmda. Unnið er við að malbika á hringtorgi við Akrafjallsveg norðan megin við göngin og um 500 kafla niður að göngunum í báðar áttir. Þetta er síðari næturlokun ganganna en þau voru sömuleiðis lokuð frá klukkan 20 í gærkvöldi þar til kl. 7 í morgun. Vegfarendur verða því á áðurnefndum lokunartíma að aka um Hvalfjörð.