
Sturlunefndin sem kölluð er afhjúpar fimmta skiltið á bæjarhólnum á Staðarhóli; f.v. Björn Bjarki Þorsteinsson, Einar Kárason, Guðrún Nordal, Ingveldur Guðmundsdóttir og Einar K. Guðfinnsson. Texti og myndir: SLA
Sturluhátíð fjölsótt í blíðviðri helgarinnar
Sturluhátíð var haldin á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum sl. laugardag en hún hefur fest sig í sessi þar sem litið er um öxl nokkrar aldir aftur í tímann til tíma Sturlu Þórðarsonar, sagnaritarans mikla. Hátíðin var afar vel sótt eins og oft áður en á þriðja hundrað manns sóttu Staðarhól heim, hlýddu á erindi í félagsheimilinu Tjarnarlundi og nutu þar kaffiveitinga.