Fréttir

true

Heimir og Hugrún meistarar Vestarr í Grundarfirði

Meistaramót golfklúbbsins Vestarr fór fram á dögunum á Bárarvelli í Grundarfirði. Í 1. flokki karla sigraði Heimir Þór Ásgeirsson og hlaut með því nafnbótina klúbbmeistari ársins 2025. Í 1. flokki kvenna var Hugrún Elísdóttir sem ber sigur úr býtum og nafnbótina klúbbmeistari ársins 2025. Þá vann Helga Ingibjörg Reynisdóttir 2. flokk kvenna og Ágúst Jónsson…Lesa meira

true

Unnur og Einar meistarar hjá Mostra

Meistaramót Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi fór fram á Víkurvelli á dögunum. Í fyrsta flokki karla bar Margeir Ingi Rúnarsson sigur úr býtum með 284 högg. Í öðrum flokki karla varð Vignir Sveinsson hlutskarpastur á 352 höggum. Kvennakeppnin var níu holu punktakeppni og þar bar sigur úr býtum Gerður Silja Kristjánsdóttir með 56 stig.Lesa meira

true

Malbik loks komið á Sæunnargötu í Borgarnesi

Síðastliðinn mánudag var efri hluti Sæunnargötu í Borgarnesi lagður malbiki. Lauk þar með tveggja ára framkvæmdatímabili við götuna, en þessum síðari áfanga verksins var frestað á síðasta ári. Skipt hefur verið um allar lagnir í götunni. Það er Borgarverk sem annaðist framkvæmdir ásamt undirverktökum.Lesa meira

true

Búfé skelkað þegar þrumur og eldingar gengu yfir

Í Dölum, Húnaþingi vestra og á hluta Vestfjarða gekk á tíunda tímanum í morgun yfir óvenjulega mikil hrina þruma og eldinga. Að sögn Steinþórs Loga Arnarsonar bónda í Stórholti í Saurbæ var ástandið búið að vera mjög stöðugt í nokkurn tíma, á nokkurra mínútuna fresti bæði í Saurbænum og Búðardal. „Þetta eru mestu læti sem…Lesa meira

true

Blöðin framundan

Í sumar verður prentútgáfa Skessuhorns gefin út alla miðvikudaga að tveimur undanskildum. Ekki verða gefin út blöð miðvikudagana 30. júlí og 6. ágúst. Þá nær þorri starfsfólks sumarleyfum í tvær vikur. Fréttavefurinn Skessuhorn.is verður þó virkur alla daga þrátt fyrir útgáfuhlé blaðs. Blaðið í næstu viku, miðvikudaginn 23. júlí, verður því síðasta blað fyrir stutt…Lesa meira

true

Í minningu Steinunnar J Eiríksdóttur í Langholti

Blikar sól um Borgarfjörð birtast fagrar sýnir: Fjallagnípur gil og skörð gamlir vinir mínir (Steinbjörn Vermundur Jónsson) Steinunn Jóney Eiríksdóttir fæddist á Glitstöðum í Norðurárdal 26. október 1934. Hún var dóttir hjónanna Katrínar Jónsdóttur og Eiríks Þorsteinssonar, næst yngst fimm systra, sem allar voru fæddar þar nema Þórunn, Tóta sem kom með fjölskyldunni til Glitstaða…Lesa meira

true

Fyrirliðinn missir af fallslag á laugardaginn

Fyrirliði ÍA í Bestu-deildinni í knattspyrnu, Rúnar Már Sigurjónsson, verður fjarri góðu gamni í næsta leik ÍA þegar Skagamenn mæta liði KA á Akureyri í hreinum fallbaráttuslag næsta laugardag. Rúnar var í gær úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sömu sögu er að segja af öðrum leikmanni ÍA, Erik Tobias Tangen Sandberg.…Lesa meira

true

Eldgos hófst á Reykjanesi í nótt

Kvikuhlaup hófst skömmu fyrir miðnætti á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi, en klukkan 23:55 hófst áköf skjálftahrina og mældist mikill fjöldi skjálfta næstu fjóra tímana. Borholugögn og ljósleiðari sýndu skýr merki um kvikuhlaup sem lauk með því að sprunga opnaðist og gos hófst skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt. Sprungan var nú í morgun hátt í tveggja…Lesa meira

true

Akraneskirkja hættir rekstri útfararþjónustu

Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur ákveðið að hætta rekstri Útfararþjónustu Akraneskirkju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Var sóknin sú eina á landinu sem rak slíka starfsemi. Breytingin hefur áhrif á starfshlutfall tveggja starfsmanna sóknarinnar. Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda hefur fest kaup á lausafjármunum þeim er tengjast rekstrinum.Í tilkynningu frá sóknarnefnd Akraneskirkju kemur fram að starfsemi útfararþjónustunnar…Lesa meira

true

Jörðin Munaðarnes í Borgarfirði til sölu

Það er almennt ekki fréttaefni þegar jarðir ganga kaupum og sölum. Þegar þekktar jarðir koma í sölu vekur það hins vegar athygli. Þegar í hlut á jörð sem í hugum flestra landsmanna stendur fyrir náttúrufegurð, veiðiréttindi og ekki síst sumardvöl í guðsgrænni náttúrunni vekur það athygli. Það á við þegar hin nafntogaða jörð Munaðarnes sem…Lesa meira