
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í morgun eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að skipstjóri fiskibáts sem var staddur í grenndinni hafi haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti um að báturinn væri sokkinn og að einn maður væri…Lesa meira








