Fréttir

true

Dalamenn með úrtöku fyrir Fjórðungsmót

Hestaþing Glaðs í Búðardal og úrtaka fyrir Fjórðungsmót fór fram laugardaginn 14. júní á félagssvæði Glaðs. Skráning var góð, alls tóku 38 keppendur þátt í sex greinum. Fjöldi gesta mætti til að fylgjast með og skapaðist góð stemning á svæðinu enda lék veðrið við keppendur og gesti allan daginn. Niðurstöður úr úrtöku Glaðs fyrir Fjórðungsmót:…Lesa meira

true

Góður fjölskyldu veiðidagur við Hlíðarvatn í Hnappadal

Laugardaginn 21. júní stóð Stangaveiðifélag Borgarness (SVFB) fyrir fjölskyldu veiðidegi við Hlíðarvatn í Hnappadal. „Veðrið var frábært; hægviðri, skýjað og hiti um 15 gráður,“ sagði Valdimar Reynisson formaður félagsins í samtali við Skessuhorn. „Mæting var mjög góð því um 30 manns mættu á þennan viðburð. Það var mikið af ungum veiðigörpum sem voru mjög áhugasamir…Lesa meira

true

Vel heppnað Norðurálsmót að baki þrátt fyrir votviðri á köflum

Mikið fjölmenni var á Norðurálsmótinu í knattspyrnu sem lauk á Akranesi í gær. Aðstandendur mótsins eru mjög ánægðir með mótið þrátt fyrir að talsverð rigning hafi sett nokkra dagskrárliði úr skorðum á laugardaginn. Sverrir Mar Smárason sölu- og markaðsstjóri ÍA segir að mótið hafi í stórum dráttum heppnast mjög vel. Hann segir fylgjendum þátttakenda fari…Lesa meira

true

Enn syrtir í álinn hjá ÍA

Dean Martin fékk það erfiða hlutverk að stýra liði ÍA í tólftu umferð Bestu-deildar karla þegar lið Stjörnunnar mætti á Elkem-völlinn í gærkvöldi. Leikurinn fór vel af stað og liðin áttu sín færi. Það voru hins vegar Stjörnumenn sem skoruðu mörkin að þessu sinni. Það var Benedikt V. Warén sem kom Stjörnunni yfir á 41.…Lesa meira

true

Búið að innrita alla nýnema úr stærsta árgangi sögunnar

„Innritun allra nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla hefur gengið vonum framar og er nú lokið,“ segir í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. „Með samstilltu átaki framhaldsskóla og yfirvalda hefur tekist að ljúka innritun fyrr en undanfarin ár. 5.131 nýnemar sóttu um innritun í framhaldsskóla í ár, eða 554 fleiri en í fyrra.“ Nemendur þurftu að…Lesa meira

true

Káramenn kjöldregnir en Víkingur náði jafntefli

Lið Gróttu sótti Víking í Ólafsvík heim á laugardaginn í leik í 2. deild karla í knattspyrnu. Grótta náði forystu á 21. mínútu með marki Valdimars Daða Sævarssonar. Forysta Gróttu jókst á 50. mínútu þegar Björgvin Brimi Andrésson bætti öðru marki liðsins við. Luis Alberto Ocerin og Kwame Quee náðu að tryggja Víkingi eitt stig…Lesa meira

true

Gamli skíðaskálinn tekinn af stalli sínum

Það hefur verið mikið um að vera á Skíðasvæði Snæfellsness undanfarna daga. Í gær var gamli skíðaskálinn fjarlægður til að gera pláss fyrir nýjan. Vel gekk að hífa skálann upp á vörubíl þar sem hann var svo fluttur á geymslusvæði Grundarfjarðarbæjar. Það kemur svo í ljós með tíð og tíma hvað verður um hann en…Lesa meira

true

Lárus Orri snýr aftur og tekur við liði ÍA

Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Bestu-deildarliðs ÍA og tekur við keflinu í dag af Jóni Þór Haukssyni sem tók pokann sinn eftir dapurt gengi liðsins það sem af er Íslandsmótinu. Lárus Orra þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hann ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA allt þar til…Lesa meira

true

Fyrsti laxinn úr Haukadalsá

Haukadalsá í Dölum var opnuð á föstudaginn. Kjartan Smári fékk þessa fallegu 78 cm hrygnu í Bjarnarlögn strax fyrsta morguninn. Þrír laxar voru komnir á land skömmu síðar. Lax hafði fyrir þó nokkru sést í ánni og verður spennandi að vita framhaldið, en opnunin lofar góðu.Lesa meira

true

Laxveiðar ríflega helmingur tekna af landbúnaði í Borgarfirði

Litið við á opnun nýrrar sýningar – Sögu laxveiða í Borgarfirði Það var fullt úr út dyrum við opnunarhátíð sýningarinnar Saga laxveiða í Borgarfirði í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri síðastliðinn föstudag. Segja má að þessi sýning byggi að hluta á grunni Veiðisafnsins sem Þorkell Fjeldsted heitinn og fólkið hans kom á fót í Ferjukoti fyrir…Lesa meira