Fréttir
Sigurður Hrafn Jökulsson ásamt hryssu sinni Maríu frá Vatni, en hún var valin glæsilegasti hestur mótsins og sigraði jafnframt A-flokk gæðinga. Knapi er Axel Ásbergsson.

Dalamenn með úrtöku fyrir Fjórðungsmót

Hestaþing Glaðs í Búðardal og úrtaka fyrir Fjórðungsmót fór fram laugardaginn 14. júní á félagssvæði Glaðs. Skráning var góð, alls tóku 38 keppendur þátt í sex greinum. Fjöldi gesta mætti til að fylgjast með og skapaðist góð stemning á svæðinu enda lék veðrið við keppendur og gesti allan daginn. Niðurstöður úr úrtöku Glaðs fyrir Fjórðungsmót:

Dalamenn með úrtöku fyrir Fjórðungsmót - Skessuhorn