Fréttir
Svipmynd frá opnum dögum í FVA. Hér er verið að fræðast um vísindi og myndlist hjá Angelu Árnadóttur. Ljósm. úr safni/vaks

Búið að innrita alla nýnema úr stærsta árgangi sögunnar

„Innritun allra nýnema úr grunnskóla í framhaldsskóla hefur gengið vonum framar og er nú lokið,“ segir í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. „Með samstilltu átaki framhaldsskóla og yfirvalda hefur tekist að ljúka innritun fyrr en undanfarin ár. 5.131 nýnemar sóttu um innritun í framhaldsskóla í ár, eða 554 fleiri en í fyrra.“