
Enn syrtir í álinn hjá ÍA
Dean Martin fékk það erfiða hlutverk að stýra liði ÍA í tólftu umferð Bestu-deildar karla þegar lið Stjörnunnar mætti á Elkem-völlinn í gærkvöldi. Leikurinn fór vel af stað og liðin áttu sín færi. Það voru hins vegar Stjörnumenn sem skoruðu mörkin að þessu sinni.