Fréttir

true

Íslandsmótið í motocrossi hófst á laugardaginn utan Ennis

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram á vegum Motocrossklúbbs Snæfellsbæjar á laugardaginn. Klúbburinn hefur lagt nótt við dag við undirbúning fyrir mótið. Brautin utan Ennis var endurbætt og var í frábæru ástandi, bæði fyrir ökumenn og áhorfendur. 38 keppendur mættu til leiks og keppt var í nokkrum flokkum. Veður var hið besta og kunnu…Lesa meira

true

Ólíkt gengi Vesturlandsliðanna gegn Austurlandsliðum

Leikmenn Kára á Akranesi komust á sigurbraut þegar áttunda umferð 2. deildar fór fram á laugardaginn. Káramenn mættu þá liði Knattspyrnufélagi Austurlands (KFA) í Akraneshöllinni. Það voru þó leikmenn KFA sem áttu fyrsta markið þegar Bissi Da Silva skoraði strax á 3. mínútu. Heimamenn náðu yfirhöndinni með mörkum Mikaels Hrafns Helgasonar á 26. mínútu og…Lesa meira

true

Skagamenn sitja sem fastast á botninum

Skagamenn héldu í gærkvöldi á Malbiksstöðina í Mosfellsbæ og mættu þar liðsmönnum Aftureldingar í 11. umferð Bestudeildarinnar í knattspyrnu. Brakandi blíða var við Varmá og kjöraðstæður til góðra hluta. Það virtist ætlun Skagamanna strax í upphafi að hafa sigur í leiknum og náðu þeir forystu á 17. mínútu með marki Viktors Jónssonar. Lið ÍA var…Lesa meira

true

Vinnslu Skessuhorns vikunnar lýkur í dag

Í ljósi þess að á morgun er þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, lýkur vinnslu blaðs vikunnar í dag, mánudag. Það verður þó prentað annað kvöld og kemur út á miðvikudagsmorgun. Auglýsingar og annað efni sem óskast birt í blaði vikunnar þarf því að berast fyrir hádegi í dag. Minnum á símann 433-5500 og netfangið skessuhorn@skessuhorn.is fyrir…Lesa meira

true

Sjö laxar úr Kjarará á fyrsta degi

Veiðin byrjaði vel í Kjarará í Borgarfirði í gær þegar opnað var á fjallið. Sjö laxar komu á land og nokkrir sluppu. „Þetta var fínn dagur,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson leigutaki. Það var hin kunna veiðikló, Þórarinn Sigþórsson, sem veiddi fyrsta fiskinn i ánni þetta árið. Meðfylgjandi er svipmynd af veiðimanni á bökkum Kjararár í gær.Lesa meira

true

Hverfur úr starfi rektors HÍ

Síðastliðinn laugardag voru 2.779 kandidatar brautskráðir frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands, í tveimur athöfnum sem fram fóru í Laugardalshöllinni. Þetta var jafnframt síðasta útskrift sem fráfarandi rektor, Jón Atli Benediktsson, stýrði en hann hverfur brátt úr embætti og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði tekur við. Á sinni tíð sem spannar einn áratug hefur Jón…Lesa meira

true

Þak íþróttahússins málað

Þessa dagana er unnið við að ryðverja og mála þak íþróttahússins við Jaðarsbakka á Akranesi. Farið var að sjá á þakinu og því mikil þörf á þessu viðhaldi. Í húsið mun á komandi misserum verða líkamsræktarstöð World Class en fyrri starfsemi í húsinu flyst í nýtt fjölnota íþróttahús sem tekið verður í notkun í haust.Lesa meira

true

Varmadælur spara íbúum á köldum svæðum 300 þúsund krónur á ári

Út er komin skýrsla sem unnin var af Bláma og Gleipni fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi með það að markmiði að veita heildstætt yfirlit á tækifærum til umbóta á sviði orkumála, með sérstakri áherslu á að tryggja raforkuöryggi, bæta orkunýtingu og lækka orkukostnað fyrir íbúa á þeim svæðum sem flokkast sem rafkynt svæði á Vesturlandi.…Lesa meira

true

Þjónustan var betri hjá gömlu landpóstunum

„Ég er vægast sagt afar óhress með þá þjónustu sem Íslandspóstur er að veita okkur íbúunum í dreifbýlinu. Nú er útburður á pósti kominn niður í tvo daga í viku, en á því eru ítrekuð vanhöld að staðið sé við það,“ segir Arndís Erla Ólafsdóttir í Ásgarði í Dölum í samtali við Skessuhorn. Alla jafnan…Lesa meira

true

Stúkuhúsið Kaffi blæs til sóknar

Á dögunum tók Unnur Guðmundsdóttir við rekstri Stúkuhússins Kaffi á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Hún vill ásamt því að færa Skagamönnum kaffi og með því, styðja við og efla Akranes sem barnvænt samfélag og segir þetta tvennt geta farið saman í rekstri hins fornfræga Stúkuhúss. Unnur segir í samtali við Skessuhorn að hún hafi…Lesa meira