
Viktor Jónsson fagnar hér marki sínu sem reyndist það eina sem ÍA skoraði í leiknum. Ljósm. fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn sitja sem fastast á botninum
Skagamenn héldu í gærkvöldi á Malbiksstöðina í Mosfellsbæ og mættu þar liðsmönnum Aftureldingar í 11. umferð Bestudeildarinnar í knattspyrnu. Brakandi blíða var við Varmá og kjöraðstæður til góðra hluta. Það virtist ætlun Skagamanna strax í upphafi að hafa sigur í leiknum og náðu þeir forystu á 17. mínútu með marki Viktors Jónssonar. Lið ÍA var mun sterkara framan af leiknum en eitthvað vantaði uppá ákefðina og trúna á sigur.