Fréttir

Sjö laxar úr Kjarará á fyrsta degi

Veiðin byrjaði vel í Kjarará í Borgarfirði í gær þegar opnað var á fjallið. Sjö laxar komu á land og nokkrir sluppu. „Þetta var fínn dagur,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson leigutaki. Það var hin kunna veiðikló, Þórarinn Sigþórsson, sem veiddi fyrsta fiskinn i ánni þetta árið. Meðfylgjandi er svipmynd af veiðimanni á bökkum Kjararár í gær.

Sjö laxar úr Kjarará á fyrsta degi - Skessuhorn