Fréttir

true

Sjómannadagshelgin í Grundarfirði fór vel fram – syrpa

Fyrsti sunnudagur í júní er sjómannadagur og því er vaninn að hetjur hafsins lyfti sér aðeins upp þá helgi og fagni deginum. Dagskráin var glæsileg í Grundarfirði en helgin byrjaði á heimsókn sjómanna á Leikskólann Sólvelli þar sem krökkunum gafst tækifæri á að skoða fiska og önnur sjávardýr á föstudagsmorgun. Svo var krakkasprell í sundlauginni…Lesa meira

true

Borgfirskur sjómaður heiðraður

Georg Magnússon í Norðtungu í Þverárhlíð var heiðraður á Sjómannadeginum í Reykjavík. Georg ólst upp í Mosfellssveit en fór ungur á sjóinn. Eftir að hann lauk námi við Vélskóla Íslands hóf hann feril sinn sem vélstjóri á Selfossi, skipi Eimskipafélags Íslands. Hann starfaði nokkur ár á ýmsum fraktskipum en stærstan hluta starfsævinnar var Georg vélstjóri…Lesa meira

true

Vegagerðin varar við óveðri – gæti komið til lokana vega

Vegagerðin vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands sem nú eru í gildi og vara fram eftir þriðjudegi. „Á morgun, þriðjudaginn 3. júní, eru viðvaranir um allt land og töluverðar líkur á samgöngutruflunum. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. Vegna veðurs gæti komið til lokana…Lesa meira

true

Hefðbundin dagskrá sjómannadags í Snæfellsbæ – myndasyrpa

Sjómannadagurinn var eins og víða um land haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ um helgina. Fjörið byrjaði á föstudeginum með heimsókn safnskipsins Óðins sem lagði blóm til minningar um látna sjómenn á víkinni við Ólafsvík. Nokkrir bátar fóru síðdegis á föstudag í skemmtisiglingu og var fjöldi manns sem var um borð í bátunum. Grillveisla var haldinn í…Lesa meira

true

Rannsóknir á menningu og nýsköpun á landsbyggðinni

Í dag og næstu tvo daga að auki fer fram alþjóðlegur verkefnafundur Horizon Europe rannsóknaverkefnisins IN SITU í Hjálmakletti í Borgarnesi. Verkefnið sem hófst sumarið 2022 miðar að því að rannsaka áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun í landsbyggðinni í Evrópulöndum. Háskólinn á Bifröst er einn af samstarfsaðilum verkefnisins og tekur á móti um…Lesa meira

true

G.Run gaf til samfélagsins í tilefni af 50 ára afmælis

Fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf fagnar 50 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni var boðið til glæsilegrar veislu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar á sjómannadaginn. Við það tækifæri gaf fyrirtækið veglega styrki til samfélagsins, en styrkhafar eru Golklúbburinn Vestarr sem fékk sex milljóna króna gjöf og Björgunarbátasjóður Snæfellsness sem fékk tvær milljónir króna. Golfklúbburinn stendur í…Lesa meira

true

Jörð skalf í morgun

Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist við Grjótárvatn á Snæfellsnesi klukkan 08:41 í morgun. Hann er áframhald skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu en þessi var í stærri kantinum. Síðast var skjálfti af stærðinni 3,7 í byrjun maí. Almennt mælast um tíu skjálftar á sólarhring á þessum slóðum, flestir undir 2 að stærð.Lesa meira

true

Úrslit á íþróttamóti Borgfirðings

Íþróttamót hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram um helgina í Borgarnesi. Skráning var góð og veðrið og stemningin sömuleiði. Öll forkeppni var riðin á laugardeginum og úrslit á sunnudeginum. Hér að neðan eru helstu úrslit í öllum greinum. Fjórgangur Fyrsti flokkur Nr. 1. Iðunn Svansdóttir og Fleygur frá Snartartungu 6,60 Nr. 2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Vænting…Lesa meira

true

Skagamenn áfram í botnsæti

Leikmönnum ÍA tókst ekki að koma liðinu úr botnsæti Bestu deildarinnar í gærkvöldi þegar lið ÍA og ÍBV mættust á Akranesi. Væntingar heimamanna voru að vonum talsverðar eftir góðan sigur á liði Íslandsmeistara Breiðabliks í síðustu umferð. Skemmst er frá því að segja að Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn allan leikinn. Það var Axel Freyr…Lesa meira

true

Feban sigurvegari á Vesturlandsmóti í boccia

Vesturlandsmót í boccía var spilað í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellbæ föstudaginn 30. maí. Til leiks mættu 19 sveitir; fimm frá Akranesi, fimm úr Borgarbyggð, fimm úr Húnaþingi vestra og tvær sveitir úr Stykkishólmi og tvær úr Mosfellsbæ. Keppt var í fimm riðlum; fjórar sveitir í hverjum riðli nema í einum þar voru sveitirnar voru…Lesa meira