Fréttir
Sjómennirnir Sigjón Þórhallsson og Björn Arnalds voru heiðraðir. Á myndinni eru þeir ásamt eiginkonum sínum þeim Oddnýju Ólafsdóttur og Svanfríði Þórðardóttur. Ljósmyndir: af

Hefðbundin dagskrá sjómannadags í Snæfellsbæ – myndasyrpa

Sjómannadagurinn var eins og víða um land haldinn hátíðlegur í Snæfellsbæ um helgina. Fjörið byrjaði á föstudeginum með heimsókn safnskipsins Óðins sem lagði blóm til minningar um látna sjómenn á víkinni við Ólafsvík. Nokkrir bátar fóru síðdegis á föstudag í skemmtisiglingu og var fjöldi manns sem var um borð í bátunum. Grillveisla var haldinn í Sjómannagarðinum um kvöldið.