Íþróttir
Þrjár efstu sveitirnar.

Feban sigurvegari á Vesturlandsmóti í boccia

Vesturlandsmót í boccía var spilað í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellbæ föstudaginn 30. maí. Til leiks mættu 19 sveitir; fimm frá Akranesi, fimm úr Borgarbyggð, fimm úr Húnaþingi vestra og tvær sveitir úr Stykkishólmi og tvær úr Mosfellsbæ. Keppt var í fimm riðlum; fjórar sveitir í hverjum riðli nema í einum þar voru sveitirnar voru þrjár. Sigurvegarar riðlanna kepptu síðan í undanúrslitum og að lokum sigurvegarar undanúrslita til úrslita um sæmdarheitið Vesturlandsmeistari í boccía 2025. Það voru Skagamenn sem uppskáru ríkulega á mótinu.

Feban sigurvegari á Vesturlandsmóti í boccia - Skessuhorn