Fréttir
Hluti IN SITU hópsins í heimsókn hjá Páli Guðmundssyni listamanni á Húsafelli.

Rannsóknir á menningu og nýsköpun á landsbyggðinni

Í dag og næstu tvo daga að auki fer fram alþjóðlegur verkefnafundur Horizon Europe rannsóknaverkefnisins IN SITU í Hjálmakletti í Borgarnesi. Verkefnið sem hófst sumarið 2022 miðar að því að rannsaka áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun í landsbyggðinni í Evrópulöndum. Háskólinn á Bifröst er einn af samstarfsaðilum verkefnisins og tekur á móti um 30 fulltrúum frá 13 rannsóknastofnunum í tólf löndum. Vesturland er ennfremur eitt af sex tilraunasvæðum í þessari yfirgripsmiklu rannsókn.