Fréttir

true

Smíðakennsla fær nýtt líf undir berum himni í GBF

Vegna endubyggingar stærsta hluta skólahúsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum var smíðastofan meðal annars rifin í upphafi verkefnisins. En það stöðvaði ekki Unnar Þorstein Bjartmarsson smíðakennara í að finna skapandi lausn til að kenna nemendum sínum. Hann ákvað að flytja smíðakennsluna út undir bert loft og nýta tækifærið til að skapa eitthvað sem mun gagnast skólanum…Lesa meira

true

Ríkið styrkir hjálparsíma Rauða Krossins 1717

Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í dag samning við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. Framkvæmdastjóri RKÍ segir þetta ómetanlegt. Þannig verði unnt að halda þjónustunni opinni allan sólarhringinn og sinna sálfélagslegum stuðningi fyrir stóran hóp fólks sem þarf á…Lesa meira

true

Gullkorn nefnist nýr leiðarvísir fyrir kornbændur

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út nýjan leiðarvísi fyrir kornbændur sem ber heitið Gullkorn. Ritstjóri og höfundur meginhluta efnisins er Þóroddur Sveinsson, en meðhöfundar að fjórum köflum eru þeir Haukur Þórðarson og Jóhannes Kristjánsson. Leiðarvísirinn er hluti samnings atvinnuvegaráðuneytisins og LbhÍ um sérhæfða ráðgjöf og þróunarvinnu í landbúnaði og er afrakstur margra ára rannsókna og reynslu…Lesa meira

true

Hvasst við fjöll þegar líður á daginn

Í dag verður suðaustan 10-18 m/s og skýjað og fer að rigna sunnan- og vestanlands seinnipartinn, hvassast vestast. Vegagerðin varar við snörpum hviðum á veginum við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag, frá því undir kvöld og fram á nóttina. Um og yfir 30 m/s. Einnig verður hvasst við fjöll í Hvalfirði.Lesa meira

true

Rauða kross búðin opnuð á nýjum stað í Borgarnesi

Rauða kross búðin í Borgarnesi var opnuð á nýjan leik síðastliðinn laugardag, á nýjum stað við Borgarbraut 57. Búðin er vel skipulögð, aðgengi er auðvelt og fjölmargar fallegar flíkur til sölu. „Búðin verður opin á föstudögum og laugardögum, og mögulega á fimmtudögum. Allir eru velkomin að gera góð kaup og styrkja gott málefni. Þeir sem…Lesa meira

true

Kjötafurðastöðvar mega sameinast og stunda samráð

Hæstiréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu umdeilda búvörulagamáli. Málið snýst um lögmæti lagasetningar Alþingis þegar gera átti þá breytingu á búvörulögum að heimila fyrirtækjum sem vinna kjötafurðir, svokölluðum framleiðendafélögum, aukið samstarf og sameiningu, en samkvæmt þeim máttu fyrirtækin gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra…Lesa meira

true

Lax hefur nú sést í Norðurá

Fyrsti laxinn hefur sést í Norðurá í Borgarfirði, en þeir Brynjar Þór Hreggviðsson og Birkir Már Harðarson fóru í könnunnar leiðangur og það bar árangur, mbl.is greindi frá. Laxinn sáu þeir á Berghylsbrotinu en áður hafði lax sést skvetta sér á Eyrinni við Laxfoss. Veiðimaður sem var að við veiðar á Seleyri við Borgarfarðarbrú fyrir…Lesa meira

true

Prufukeyrðu ný samræmd próf í 26 grunnskólum

Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði hafa nú verið lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Fyrirlögninni var ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir…Lesa meira

true

Framlengja samning um snjómokstur

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðin hafa staðfest tillögu mannvirkja- og framkvæmdanefndar sveitarfélagsins um að framlengja samstarfssamning Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar við Miðfellsbúið ehf., vegna snjómoksturs og hálkueyðingar. Samningurinn rann út 30. apríl síðastliðinn og hefur nú verið framlengdur til tveggja ára.Lesa meira

true

Stór hópur frá UMFG lagði land undir fót – myndasyrpa

Föstudaginn 16. maí síðastliðinn héldu krakkar frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar af stað frá Grundarfirði áleiðis til Ísafjarðar. Eitt stopp á Hólmavík og svo beið pizzaveisla eftir krökkunum við komuna á Ísafjörð. Undir 14 ára lið kvenna þurfti að bíða með matinn og halda beint í íþróttahúsið í fyrsta leik en þær áttu tvo leiki á föstudeginum…Lesa meira