
Nú styttist í byrjun laxveiðitímabilsins og menn farnir að kíkja eftir laxi. Ljósm. úr safni
Lax hefur nú sést í Norðurá
Fyrsti laxinn hefur sést í Norðurá í Borgarfirði, en þeir Brynjar Þór Hreggviðsson og Birkir Már Harðarson fóru í könnunnar leiðangur og það bar árangur, mbl.is greindi frá. Laxinn sáu þeir á Berghylsbrotinu en áður hafði lax sést skvetta sér á Eyrinni við Laxfoss.