Fréttir

Kjötafurðastöðvar mega sameinast og stunda samráð

Hæstiréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu umdeilda búvörulagamáli. Málið snýst um lögmæti lagasetningar Alþingis þegar gera átti þá breytingu á búvörulögum að heimila fyrirtækjum sem vinna kjötafurðir, svokölluðum framleiðendafélögum, aukið samstarf og sameiningu, en samkvæmt þeim máttu fyrirtækin gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva að því er varðar framleiðslu einstakra kjötafurða. Hæstirréttur komst að þeirri niðurstöðu að löglega hefði verið staðið að setningu laganna, sem heimilaði áðurnefnda breytingu á þeim. Dómi héraðsdóms hafði verið áfrýjað beint til Hæstaréttar, án viðkomu í Landsrétti, enda þótti brýnt að kalla fram endanlega niðurstöðu í málin sem fyrst. Fjölskipaður Hæstiréttur var einróma í niðurstöðu sinni.

Kjötafurðastöðvar mega sameinast og stunda samráð - Skessuhorn