Fréttir

true

Einstakur árangur norrænna handboltaþjálfara

Oft hefur í gegnum tíðina hefur verið talað um spænsku þjálfarabyltinguna meðal þjóða sem ná bestum árangri í handbolta. En nú hefur dæmið snúist við. Í undanúrslitum Evrópumóts karla, sem hefjast í kvöld, hafa Norðurlöndin hreinlega skellt í lás; eiga alla fjóra þjálfarana sem komnir eru í undanúrslit með lið sín; þrír frá Íslandi og…Lesa meira

true

Orkan fær alþjóðlega umhverfisvottun

Orkan hefur fengið alþjóðlega ISO umhverfisvottun á rekstri allra þjónustustöðva sinna hér á landi og er það í fyrsta sinn sem eldsneytisfyrirtæki hlýtur slíka vottun fyrir allar þjónustustöðvar sínar. Vottunin staðfestir að Orkan starfar samkvæmt viðurkenndu umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir strangar kröfur um ábyrgð, eftirlit og stöðugar umbætur í umhverfismálum.  Um er að ræða umhverfisvottun ISO…Lesa meira

true

Skýr réttur landeigenda að færa Hítará í fornan farveg

Jónatan Hróbjartsson lögmaður hefur skilað tveimur landeigendum í Hítardal og byggðarráði Borgarbyggðar minnisblaði um rétt landeigenda til að fella vatnsfall Hítarár í fornan farveg samkvæmt gildandi lögum. Forsaga málsins er sú að 7. júlí 2018 féll umfangsmikil skriða úr Fagraskógarfjalli vestan Hítarár sem breytti farvegi árinnar á rúmlega eins kílómetra kafla ofan við Kattafoss. Afleiðingarnar…Lesa meira

true

Eigendaskipti að Laugarbúð við Hreppslaug frágengin

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum á dögunum samning við Ungmennafélagið Íslending um afhendingu á 40% eignarhlut Skorradalshrepp í Laugarbúð við Hreppslaug í Skorradal. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á sínum tíma samþykkti hreppnefndin að heimila afsal til ungmennafélagsins á þessum eignarhlut án endurgjalds. Bókfært verð eignarhlutarins var þá um 36,6 milljónir króna.…Lesa meira

true

Byggðarráð Borgarbyggðar ræðir stöðu veitumála

Byggðarráð Borgarbyggðar ræddi á fundi sínum í síðustu viku stöðu vatnsveitumála í Varmalandsveitu. Á fundi byggðarráðsins var lagt fram minnisblað frá Veitum vegna málsins.  Í bókun ráðsins kemur fram að hafin sé vinna við að leggja mat á endurnýjunarþörf dreifikerfis veitunnar og möguleika á frekari vatnsöflun; „ásamt því sem rekstrarforsendur verða skoðaðar. Minnisblað Veitna er…Lesa meira

true

Perlað af krafti á 40 ára afmæli Berglindar Rósu

Berglind Rósa Jósepsdóttir hefði fagnað 40 ára afmæli 28. janúar síðastliðinn hefði hún lifað, en hún dó í kjölfar baráttu við krabbamein árið 2019. Í tilefni að afmælinu buðu aðstandendur Berglindar, í samstarfi við Kraft og Krabbameinsfélag Snæfellsness, til notalegrar samverustundar í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þar var perlað af krafti nýjustu „Lífið er núna“ armböndin…Lesa meira

true

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands

Nýverið var við athöfn á Hótel Borgarnesi úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Sjóðurinn hefur þann tilgang að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi og er fjármagnaður af ríkinu í gegnum Sóknaráætlun Vesturlands. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október síðastliðnum og bárust 94 umsóknir þar sem alls var sótt um styrki að fjárhæð 196 milljónir…Lesa meira

true

Fimm styrkir á Vesturland úr Safnasjóði

Logi Einarsson menningarráðherra hefur veitt 70 styrki til úr Safnasjóði. Er þetta aukaúthlutun vegna ársins 2025. Til símenntunarverkefna og námskeiðahalds voru veittir 50 styrkir og 20 styrkir voru veittir til stafrænna kynningarmála. Meðal styrkþega nú eru Byggðasafnið í Görðum á Akranesi sem hlýtur 300.000 krónur til kynningar og opnunar í Bátahúsi. Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri…Lesa meira

true

Leita samstarfs í barnaverndarþjónustu

Sveitarstjórn Dalabyggðar leitar enn samstarfs sem tryggi að barnaverndarþjónusta sveitarfélagsins uppfylli kröfur laga um barnavernd frá árinu 2023. Þar er gerð krafa um að ekkert þjónustusvæði barnaverndar sé með færri íbúa en 6.000 íbúa. Sveitarfélagið hefur heimild til sjálfstæðis í málaflokknum til 28. febrúar næstkomandi. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns fyrr í vetur…Lesa meira

true

Leggja til að loðnukvótinn verði aukinn í 197 þúsund tonn

Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar sl. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli á þessari vertíð verði allt að 197.474 tonn, en það er margfalt það magn sem stofnunin hafði áður mælt með veiðum á.…Lesa meira