Stefnt er að tilraunaborun eftir neysluvatni í landi Hvassafells næsta vor.

Byggðarráð Borgarbyggðar ræðir stöðu veitumála

Byggðarráð Borgarbyggðar ræddi á fundi sínum í síðustu viku stöðu vatnsveitumála í Varmalandsveitu. Á fundi byggðarráðsins var lagt fram minnisblað frá Veitum vegna málsins.  Í bókun ráðsins kemur fram að hafin sé vinna við að leggja mat á endurnýjunarþörf dreifikerfis veitunnar og möguleika á frekari vatnsöflun; „ásamt því sem rekstrarforsendur verða skoðaðar. Minnisblað Veitna er hluti af þeirri vinnu,“ segir orðrétt í bókun ráðsins.