
Eigendaskipti að Laugarbúð við Hreppslaug frágengin
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum á dögunum samning við Ungmennafélagið Íslending um afhendingu á 40% eignarhlut Skorradalshrepp í Laugarbúð við Hreppslaug í Skorradal. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á sínum tíma samþykkti hreppnefndin að heimila afsal til ungmennafélagsins á þessum eignarhlut án endurgjalds. Bókfært verð eignarhlutarins var þá um 36,6 milljónir króna. Síðan hefur verið unnið að lokafrágangi málsins. Í áðurnefndum samningi kemur fram að viðtakandi hafi að loknu afsali ekki kröfu á hendur sveitarfélaginu um frekari framlög og afsali sér einnig kröfurétti til bóta á hendur sveitarfélaginu komi í ljós að fasteignin sé haldin ágöllum.